Enski boltinn

Jesus fær loks níuna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus. vísir/getty
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus mun leika í treyju númer níu hjá Englandsmeisturum Manchester City á komandi leiktíð en hann hefur hingað til leikið í treyju númer 33.

Jesus vildi fá níuna þegar hann gekk í raðir Man City frá Palmeiras í ársbyrjun 2017 en þeirri beiðni var hafnað af Pep Guardiola, stjóra félagsins, þar sem Guardiola taldi að Jesus þyrfti að sanna sig áður en hann fengi að bera númerið 9.

„Það verður heiður að klæðast treyju númer 9 og ég mun fyllast stolti þegar ég geri það hjá City. Þetta er númerið mitt hjá Brasilíu og ég vona að ég muni skora mörg mörk í níunni og ná í fleiri titla með City,“ segir Jesus.

Jesus er 22 ára gamall og hefur skorað 47 mörk í 99 leikjum fyrir Man City en hann hefur oft mátt verma varamannabekkinn þegar mest er undir hjá Englandsmeisturunum. Til að mynda var hann einungis átta sinnum í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en kom við sögu í alls 29 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×