Að leiða eða fylgja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. júní 2019 08:45 Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun