Framkvæmdir dulbúnar sem rannsóknir Pétur Halldórsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun