
Íslensk list blómstrar í Helsinki
Árið í ár sker sig að miklu leyti úr vegna fjölda íslenskra listviðburða því stærstu og virtustu lista- og hönnunarsöfn í Helsinki tefla nú fram íslenskum listamönnum.
Listasýning Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, í nýlistasafninu Kiasma var opnuð í febrúar sl. og stendur fram á haust. Hrafnhildur er að þessu sinni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum með sýninguna Chromo Sapiens. Forsvarsmenn nýlistasafnsins hafa farið fögrum orðum um sýninguna og upplýst að hún hafi verið afar vel sótt af gestum safnsins. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti m.a. sýninguna í apríl sl. Við opnun sýningarinnar hélt tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tónleika á safninu.
Í júníbyrjun var opnuð sýning á verkum eftir Brynjar Sigurðarson, listamann og hönnuð, á Hönnunarsafninu í Helsinki. Brynjar hlaut í fyrra hin virtu norrænu Torsten & Wanja Söderberg hönnunarverðlaun, ein veglegustu hönnunarverðlaun í heimi. Það felst mikil viðurkenning í því að sýna í Hönnunarsafninu í Helsinki, bæði vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir sína eigin hönnun og hversu framarlega þeir standa á því sviði, en einnig vegna þess að Hönnunarsafnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem leggja leið sína til Helsinki.
Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu finnsku Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum, en verðlaunin eru veitt framúrskarandi norrænum listamanni. Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár, en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum.
Amos Rex listasafnið í Helsinki var opnað árið 2018 en hefur þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu og mikla aðsókn. Kynning á þeim fimm listamönnum sem tilnefndir eru til Ars Fennica verðlaunanna fór fram í Amos Rex safninu nú nýverið og verður tilkynnt um vinningshafa í síðari hluta ágústmánaðar. Listamennirnir Ragnar og Egill voru báðir viðstaddir og voru sýningar þeirra opnaðar á sama tíma í safninu.
Þá mun Ragnar Kjartansson listamaður opna innsetninguna Gestirnir í nýlistasafninu Kiasma í október nk. og er engum vafa undirorpið að það verður tekið eftir þeirri sýningu ef marka má þær viðtökur sem Ragnar og aðrir íslenskir listamenn hafa fengið hér í Helsinki hingað til.
Loks ber að nefna að sendiráðið tekur þátt í hönnunarhátíð sem haldin er hér árlega, Helsinki Design Week, m.a. með því að bjóða ungum íslenskum hönnuði til þátttöku og tengja við þá fjölmörgu innlendu og erlendu gesti sem sækja hönnunarvikuna. Í haust verður Valdís Steinarsdóttir gestur á vikunni.
Helsinki hefur fyrir löngu áunnið sér stöðu sem ein helsta hönnunarborg í heimi og því er þátttaka Íslands mikilvæg í því skyni að koma íslenskri hönnun og hönnuðum á framfæri og tengjast þannig beint því sem best gerist á þessu sviði. Allir listamennirnir sem í hlut eiga og starfsfólk sendiráðsins hafa unnið náið saman í samstarfi við umrædd listasöfn. Eiga allir þakkir skildar fyrir þeirra framlag, en fyrst og fremst er ástæða til að óska íslensku listamönnunum til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi listsköpun.
Skoðun

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar

Á krossgötum í Úkraínu
Gunnar Pálsson skrifar

Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera
Matthildur Björnsdóttir skrifar

St. Tómas Aquinas
Árni Jensson skrifar

Skólinn okkar, FSH
Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Föður- og mæðralaus börn
Lúðvík Júlíusson skrifar

Minni kvaðir - meira frelsi?
Eva Magnúsdóttir skrifar

Forstjórinn á Neskaupstað
Björn Ólafsson skrifar

Woke-ið lifir!
Bjarni Snæbjörnsson skrifar

Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast
Alma D. Möller skrifar

Plastflóðið
Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar

Baráttan á norðurslóðum
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum
Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar