Kláruðu allan matinn á matarmarkaðinum Ari Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Matarmarkaðurinn í Laugardal verður aftur á sama stað um næstu helgi, en færist niður á Miðbakkann helgina eftir það. Fréttablaðið/Valli „Það seldist allt upp hjá okkur á laugardeginum. Við neyddumst til að loka fyrr en við áætluðum,“ segir Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi Reykjavík Street Food sem sér um matarmarkaðinn í Laugardal. Matarmarkaðurinn var opnaður fyrst á laugardaginn og kláraðist þá allur maturinn á öllum stöðunum sem og bjórinn í bjórvagninum. „Ég held að yfir daginn á laugardag hafi komið á milli fjögur og fimm þúsund manns, frá því við opnuðum á hádegi til klukkan sjö þegar allur maturinn var búinn,“ segir Róbert Aron og hlær. „Það var ekki hægt að selja meira. Við seldum líka allan bjórinn sem við ætluðum að eiga á sunnudeginum. Sem betur fer fengum við meira.“ Markaðurinn er undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli og verður aftur á sama stað næstu helgi. Helgina þar á eftir verður hann á Miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík.Róbert Aron Magnússon „Það verður aðeins öðruvísi skipulag við Miðbakkann. Þar verður götubitahátíð og keppni um besta bitann. Það verður svaka partí.“ Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food. Verkefnið var kosið af íbúum í kosningunum á vef Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, í fyrra. Alls voru sautján söluaðilar á markaðnum um helgina. Var hægt að gæða sér á alls kyns mat, humri, hamborgurum, taco, frönskum, íslensku sinnepi ásamt vegan valkosti. Einnig er hægt að kaupa íslenskar vörur beint frá býli á matarmarkaðnum. Boðið var upp á skemmtiatriði, hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börn. Aðspurður hvað laði fólk að segir Róbert Aron það meira en bara svengd. „Þetta er búið að tröllríða heiminum, einfaldar útfærslur á mat í skemmtilegu umhverfi. Fyrir utan þetta fína veður, það umturnast allt á Íslandi í þegar það er sól og við erum búin að vera gríðarlega heppin þessa helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Það seldist allt upp hjá okkur á laugardeginum. Við neyddumst til að loka fyrr en við áætluðum,“ segir Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi Reykjavík Street Food sem sér um matarmarkaðinn í Laugardal. Matarmarkaðurinn var opnaður fyrst á laugardaginn og kláraðist þá allur maturinn á öllum stöðunum sem og bjórinn í bjórvagninum. „Ég held að yfir daginn á laugardag hafi komið á milli fjögur og fimm þúsund manns, frá því við opnuðum á hádegi til klukkan sjö þegar allur maturinn var búinn,“ segir Róbert Aron og hlær. „Það var ekki hægt að selja meira. Við seldum líka allan bjórinn sem við ætluðum að eiga á sunnudeginum. Sem betur fer fengum við meira.“ Markaðurinn er undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli og verður aftur á sama stað næstu helgi. Helgina þar á eftir verður hann á Miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík.Róbert Aron Magnússon „Það verður aðeins öðruvísi skipulag við Miðbakkann. Þar verður götubitahátíð og keppni um besta bitann. Það verður svaka partí.“ Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food. Verkefnið var kosið af íbúum í kosningunum á vef Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, í fyrra. Alls voru sautján söluaðilar á markaðnum um helgina. Var hægt að gæða sér á alls kyns mat, humri, hamborgurum, taco, frönskum, íslensku sinnepi ásamt vegan valkosti. Einnig er hægt að kaupa íslenskar vörur beint frá býli á matarmarkaðnum. Boðið var upp á skemmtiatriði, hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börn. Aðspurður hvað laði fólk að segir Róbert Aron það meira en bara svengd. „Þetta er búið að tröllríða heiminum, einfaldar útfærslur á mat í skemmtilegu umhverfi. Fyrir utan þetta fína veður, það umturnast allt á Íslandi í þegar það er sól og við erum búin að vera gríðarlega heppin þessa helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45