Heilsufarshrun Guðrún Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar