Efast um ágæti nýrrar rafmyntar Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:52 Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands (t.v.), og Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, takast í hendur á G7-fundinum. Vísir/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna hafa efasemdir um rafmyntina Libra sem samfélagsmiðlarisinn Libra hefur boðað. Ekki ætti að hleypa henni af stokkunum fyrr en tekið hefur verið á alvarlegum álitamálum um hvaða reglur ættu að gilda upp hana. Bandaríkjaþing hélt opinn fund um rafmyntir eins og Libra í vikunni og þær voru einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherra G7-ríkjanna, sjö auðugustu iðnríkja heims, í Chantilly í Frakklandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Áhyggjur hafa komið fram um að rafmyntir geti verið nýttar til peningaþvættis. Ráðherrarnir sammæltust um að rafmyntir sem eru bundnar raunverulegum gjaldmiðlum verði að standast ítrustu kröfur fjármálareglna til að koma í veg fyrir peningaþvætti eða að þær ógni stöðugleika fjármála- og bankakerfis heimsins. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Bruno Le Maire, franski starfsbróðir hans, tóku sérstaklega fram að svara verði slíkum spurningum áður en slíkar rafmyntir eru teknar í notkun. Facebook hyggst binda Libra við hefðbundna gjaldmiðla til að gera myntina stöðugri en aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. Markmiðið er að hægt verði að nýta Libra til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Facebook Tengdar fréttir Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna hafa efasemdir um rafmyntina Libra sem samfélagsmiðlarisinn Libra hefur boðað. Ekki ætti að hleypa henni af stokkunum fyrr en tekið hefur verið á alvarlegum álitamálum um hvaða reglur ættu að gilda upp hana. Bandaríkjaþing hélt opinn fund um rafmyntir eins og Libra í vikunni og þær voru einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherra G7-ríkjanna, sjö auðugustu iðnríkja heims, í Chantilly í Frakklandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Áhyggjur hafa komið fram um að rafmyntir geti verið nýttar til peningaþvættis. Ráðherrarnir sammæltust um að rafmyntir sem eru bundnar raunverulegum gjaldmiðlum verði að standast ítrustu kröfur fjármálareglna til að koma í veg fyrir peningaþvætti eða að þær ógni stöðugleika fjármála- og bankakerfis heimsins. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Bruno Le Maire, franski starfsbróðir hans, tóku sérstaklega fram að svara verði slíkum spurningum áður en slíkar rafmyntir eru teknar í notkun. Facebook hyggst binda Libra við hefðbundna gjaldmiðla til að gera myntina stöðugri en aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. Markmiðið er að hægt verði að nýta Libra til að greiða fyrir vörur og þjónustu.
Facebook Tengdar fréttir Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30