Ríkisjarðir Davíð Stefánsson skrifar 15. júlí 2019 07:00 Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Landbúnaður Tengdar fréttir Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur.
Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun