Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51