Enski boltinn

Inter á leið til Englands vegna viðræðna um Lukaku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku var mættur snemma til baka úr sumarfríi þrátt fyrir að vilja yfirgefa Manchester United
Lukaku var mættur snemma til baka úr sumarfríi þrátt fyrir að vilja yfirgefa Manchester United vísir/getty
Forráðamenn Inter Milan eru á leið til Bretlandseyja til þess að ganga frá viðræðum við Manchester United um kaup á Romelu Lukaku.

Lukaku hefur verið ítrekað orðaður við Inter í sumar en nú greinir Sky Sports frá því að Juventus hafi einnig áhuga á að fá belgíska framherjann til sín. Því þarf Inter að hafa hraðann á.

United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku og það allt í peningum, Rauðu djöflarnir hafa ekki áhuga á að fá leikmann í staðinn.

Lukaku er samningsbundinn United til 2022 en vill þó fara frá félaginu og forráðamenn United eru sagðir til í að selja fái þeir almennilegt tilboð.

Lukaku er um þessar mundir í Ástralíu með Manchester United þar sem undirbúningstímabilið er hafið hjá flest öllum félögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×