Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:02 Reiði Trump forseta virðist beinast að Sharpton vegna þess að klerkurinn heimsækir Baltimore sem forsetinn segir morandi í rottum og nagdýrum. Vísir/EPA Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41