Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Ari Brynjólfsson skrifar 27. júlí 2019 07:30 Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. Vísir/valgarður „Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira