Leggja þurfi aukna áherslu á félagsfærni í kennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 21:30 Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira