Enski boltinn

Yngsti varnarmaður sem hefur spilað fyrir England leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richards lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester City þegar hann var 17 ára.
Richards lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester City þegar hann var 17 ára. vísir/getty
Micah Richards, fyrrverandi leikmaður Manchester City, hefur lagt skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla.



Richards var aðeins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið City í október 2005.

Rúmu ári síðar lék Richards sinn fyrsta A-landsleik fyrir England og var þá yngsti varnarmaðurinn til að leika fyrir enska landsliðið. Hann lék 13 landsleiki, þar af ellefu áður en hann varð tvítugur, og skoraði eitt mark.

Richards, sem er 31 árs, varð bikarmeistari með City 2011 og Englandsmeistari ári seinna.

Eftir meistaratímabilið 2011-12 spilaði Richards aðeins 19 leiki fyrir City. Hann var lánaður til Fiorentina tímabilið 2014-15 og sumarið 2015 fór hann til Aston Villa.

Hann lék 24 deildarleiki þegar Villa féll 2015-16. Eftir það tímabil lék hann aðeins þrjá leiki fyrir Villa. Sá síðasti var 15. október 2016. Samningur Richards við Villa rann út eftir síðasta tímabil og hann hefur nú ákveðið að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×