Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 11:30 Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Getty/Ray Tamarra Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð. Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð.
Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00