Að dæma Akureyri í Staðarskála Konráð Guðjónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar