Froskar í suðupotti! Elliði Vignisson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Elliði Vignisson Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun