Notendum Snapchat fjölgar um átta prósent Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 23:13 Notendum forritsins fjölgaði um 13 milljónir, eða 11 milljónum meira en spár reiknuðu með. Getty/Thomas Trutschel Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent