Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 22:13 Nafnarnir tveir, John Stewart og John Feal, hafa talað fyrir frumvarpinu. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira