Skref í sjálfbærri þróun í mannvirkjagerð Ragnar Ómarsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun