Ekkert verður til af engu Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:00 Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar