Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 11:41 Ocasio-Cortez er fædd í Bandaríkjunum og er ættuð frá Púertó Ríkó sem er bandarískt landsvæði. Hún var ein þingkvennanna sem Trump sagði að fara til síns heima. Vísir/AP Alexandria Ocasio-Cortez, ein þingkvennanna fjögurra sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að ætti að yfirgefa land, hafnar fullyrðingum forsetans um að honum hafi ekki hugnast rasísk hróp stuðningsmanna hans á kosningafundi í síðustu viku. Þvert á móti telur hún að Trump hafi notið hrópanna. Trump hleypti öllu í bál og brand á sunnudag þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að „fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn forsetans kyrjuðu svo „sendu hana til baka!“ um Ilhan Omar, þingkonu frá Minnesota, sem flúði Sómalíu sem barn eftir að Trump gagnrýndi hana harðlega á kosningafundi í Norður-Karólínu á miðvikudag. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun þar sem ummæli forsetans voru fordæmd í vikunni. Forsetinn hefur síðustu vikuna tvíeflt árásir sínar á þingkonurnar sem hann sakar um að hata Bandaríkin og gyðinga. Fullyrti hann við fréttamenn að honum hefði ekki líkað við hróp stuðningsmanna sinna um að hann skyldi reka Omar úr landi. Daginn eftir lýsti hann stuðningsmönnunum hins vegar sem „miklum föðurlandsvinum“. Hann hefur síðan áframtíst fjölda tísta frá breskri hægriöfgakonu sem hefur varið ummæli Trump um þingkonurnar og framferði stuðningsmanna hans. Á fundi í kjördæmi sínu í New York í gær sagði Ocasio-Cortez, ein þingkvennanna fjögurra, að upptökur af kosningafundinum sýndu að Trump hefði ekkert gert til að stöðva köll stuðningsmanna sinna, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Hann hafði eiginlega umsjón með aðstæðunum, hann naut þess, hann drakk það í sig og hann gerir þetta vísvitandi,“ sagði Ocasio-Cortez. Bar hún viðhorf forsetans til hennar og hinna þingkvennanna við stefnu hans í innflytjendamálum. „Þegar þú byrjar að segja bandarískum ríkisborgurum að fara heim til þeirra eigin landa segir það manni að stefna þessa forseta snýst ekki um innflytjendamál heldur kynþátt og rasisma,“ fullyrti þingkonan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Alexandria Ocasio-Cortez, ein þingkvennanna fjögurra sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að ætti að yfirgefa land, hafnar fullyrðingum forsetans um að honum hafi ekki hugnast rasísk hróp stuðningsmanna hans á kosningafundi í síðustu viku. Þvert á móti telur hún að Trump hafi notið hrópanna. Trump hleypti öllu í bál og brand á sunnudag þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að „fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn forsetans kyrjuðu svo „sendu hana til baka!“ um Ilhan Omar, þingkonu frá Minnesota, sem flúði Sómalíu sem barn eftir að Trump gagnrýndi hana harðlega á kosningafundi í Norður-Karólínu á miðvikudag. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun þar sem ummæli forsetans voru fordæmd í vikunni. Forsetinn hefur síðustu vikuna tvíeflt árásir sínar á þingkonurnar sem hann sakar um að hata Bandaríkin og gyðinga. Fullyrti hann við fréttamenn að honum hefði ekki líkað við hróp stuðningsmanna sinna um að hann skyldi reka Omar úr landi. Daginn eftir lýsti hann stuðningsmönnunum hins vegar sem „miklum föðurlandsvinum“. Hann hefur síðan áframtíst fjölda tísta frá breskri hægriöfgakonu sem hefur varið ummæli Trump um þingkonurnar og framferði stuðningsmanna hans. Á fundi í kjördæmi sínu í New York í gær sagði Ocasio-Cortez, ein þingkvennanna fjögurra, að upptökur af kosningafundinum sýndu að Trump hefði ekkert gert til að stöðva köll stuðningsmanna sinna, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Hann hafði eiginlega umsjón með aðstæðunum, hann naut þess, hann drakk það í sig og hann gerir þetta vísvitandi,“ sagði Ocasio-Cortez. Bar hún viðhorf forsetans til hennar og hinna þingkvennanna við stefnu hans í innflytjendamálum. „Þegar þú byrjar að segja bandarískum ríkisborgurum að fara heim til þeirra eigin landa segir það manni að stefna þessa forseta snýst ekki um innflytjendamál heldur kynþátt og rasisma,“ fullyrti þingkonan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31