Gömuldönsk Davíð Þorláksson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar