Neikvæð áhrif Hvalárvirkjunar Ingólfur Bruun skrifar 31. júlí 2019 07:00 Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun