Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann skrifar 31. júlí 2019 07:00 Ursula von der Leyen, fyrrum varnarmálaráðherra Þýskalands, verður fyrsta konan til þess að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þann 1. nóvember. Framkvæmdastjórnin skrifar frumvörp til laga, fylgir ákvörðunum eftir, stendur vörð um sáttmála ESB og heldur utan um daglegan rekstur Evrópusambandsins. Hinn verðandi forseti hefur sett fram metnaðarfulla og hvetjandi áætlun til næstu fimm ára. Hún hefst með loforði um að tryggja að minnst helmingur framkvæmdastjóra ESB, sem tilnefndir eru af aðildarríkjunum, verði konur. Evrópusambandið er fordæmalaus saga velgengni, sem sameinar álfu sem áður var sundruð af átökum, þar sem 28 aðildarríki deila fullveldi sínu þegar það á við. Í dag njótum við góðs af sterkum sameiginlegum markaði, viðskiptum án landamæra, frelsi til ferðalaga, rannsókna og atvinnu. Nú á dögum búa 500 milljónir Evrópubúa við frelsi og velmegun, frá Ríga til Limassol og frá Aþenu til Lissabon.Evrópska leiðin Margir taka þeim lífsgæðum sem við njótum sem gefnum. En þó er deginum ljósara að enn einu sinni verðum við að taka afstöðu og berjast fyrir Evrópu. Við stöndum frammi fyrir lýðfræðilegum breytingum, hnattvæðingu, hraðri þróun í átt að stafrænu starfsumhverfi, og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum. Það hefur verið brugðist við þessum áskorunum á mismunandi hátt á heimsvísu. Sumum ríkjum er stýrt með valdboði, önnur kaupa sér hnattræn áhrif og gera samfélög háð sér með því að fjárfesta í höfnum og vegum. Enn önnur einangra sig. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í vikunni, að Evrópusambandinu hugnaðist enginn þessara valkosta. Við veljum fjölþjóðlega samvinnu, við viljum sanngjörn og góð viðskipti, við stöndum vörð um alþjóðakerfið og að það sé bundið lögum og reglu því við vitum að það er okkur öllum í hag. Við viljum gera hlutina á evrópskan máta.Loftslagsmál í fyrsta sæti Brýnasta viðfangsefni samtímans er verndun jarðar. Nýi forsetinn hefur kynnt nýja græna áætlun um umhverfismál fyrir Evrópu, þar sem að Evrópa verður fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan í heiminum fyrir árið 2050. Von der Leyen skorar á ESB að draga úr losun koltvísýrings um 50% ef ekki 55% fyrir árið 2030. Evrópusambandið mun leiða alþjóðlegar samningaviðræður í þeim tilgangi að auka loftslagsmetnað fleiri stórra hagkerfa fyrir 2021. Þessi aukni metnaður kallar á umfangsmikla fjármögnun. Almannafé nægir ekki til. Von der Leyen leggur til Fjárfestingaáætlun sjálfbærrar Evrópu, og að breyta hluta af Fjárfestingarbanka Evrópu í Loftslagsbanka. Það myndi losa um 1 trilljón evra af fjárfestingum næstu tíu árin. Hún mun þar að auki kynna til sögunnar sérstakan landamæra-kolefnisskatt til að koma í veg fyrir að fyrirtæki feli mengun sína með því að flytja hana til landa utan Evrópusambandsins. Evrópa hefur þörf fyrir sterkan efnahag sem þjónar fólkinu. Lítil fyrirtæki munu eflast vegna aukins aðgengis að fjármagni á innri markaði Evrópusambandsins. Í velferðar-markaðshagkerfi Evrópusambandsins verður markaðurinn að mæta hinu félagslega og tryggja að við missum ekki sjónar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.Velferð og sanngirni „Félagsleg Evrópa“ verður að standa undir nafni: Tryggja sanngjörn laun fyrir alla; nýtt Atvinnuleysisbótakerfi Evrópu; stóraukið fjármagn til Erasmus+; tryggja að börn hafi aðgang að grundvallar-réttindum eins og heilsugæslu og menntun. Þar að auki mun von der Leyen þrýsta á um herferð gegn kynbundnu ofbeldi. Von der Leyen lagði áherslu á að hún muni standa fyrir sanngjarnri skattlagningu, svo tæknirisarnir greiði í samræmi við gróða sinn í Evrópu. Þar sem sótt er að grunngildum Evrópusambandsins, heitir nýi forsetinn því að beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að ríki þess virði lög og reglu. Í innflytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomulagi um fólksflutninga og hælisleitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksflutningum, berjast gegn smyglurum og mansali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu flóttamanna. Hún stefnir að því að flýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunnar. Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði.Lýðræði og samráð Til að auka lögmæti evrópsks lýðræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess. Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár. Undanfarna áratugi hefur Evrópusambandið stækkað, þroskast og eflst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí. Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheiminum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ursula von der Leyen, fyrrum varnarmálaráðherra Þýskalands, verður fyrsta konan til þess að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þann 1. nóvember. Framkvæmdastjórnin skrifar frumvörp til laga, fylgir ákvörðunum eftir, stendur vörð um sáttmála ESB og heldur utan um daglegan rekstur Evrópusambandsins. Hinn verðandi forseti hefur sett fram metnaðarfulla og hvetjandi áætlun til næstu fimm ára. Hún hefst með loforði um að tryggja að minnst helmingur framkvæmdastjóra ESB, sem tilnefndir eru af aðildarríkjunum, verði konur. Evrópusambandið er fordæmalaus saga velgengni, sem sameinar álfu sem áður var sundruð af átökum, þar sem 28 aðildarríki deila fullveldi sínu þegar það á við. Í dag njótum við góðs af sterkum sameiginlegum markaði, viðskiptum án landamæra, frelsi til ferðalaga, rannsókna og atvinnu. Nú á dögum búa 500 milljónir Evrópubúa við frelsi og velmegun, frá Ríga til Limassol og frá Aþenu til Lissabon.Evrópska leiðin Margir taka þeim lífsgæðum sem við njótum sem gefnum. En þó er deginum ljósara að enn einu sinni verðum við að taka afstöðu og berjast fyrir Evrópu. Við stöndum frammi fyrir lýðfræðilegum breytingum, hnattvæðingu, hraðri þróun í átt að stafrænu starfsumhverfi, og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum. Það hefur verið brugðist við þessum áskorunum á mismunandi hátt á heimsvísu. Sumum ríkjum er stýrt með valdboði, önnur kaupa sér hnattræn áhrif og gera samfélög háð sér með því að fjárfesta í höfnum og vegum. Enn önnur einangra sig. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í vikunni, að Evrópusambandinu hugnaðist enginn þessara valkosta. Við veljum fjölþjóðlega samvinnu, við viljum sanngjörn og góð viðskipti, við stöndum vörð um alþjóðakerfið og að það sé bundið lögum og reglu því við vitum að það er okkur öllum í hag. Við viljum gera hlutina á evrópskan máta.Loftslagsmál í fyrsta sæti Brýnasta viðfangsefni samtímans er verndun jarðar. Nýi forsetinn hefur kynnt nýja græna áætlun um umhverfismál fyrir Evrópu, þar sem að Evrópa verður fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan í heiminum fyrir árið 2050. Von der Leyen skorar á ESB að draga úr losun koltvísýrings um 50% ef ekki 55% fyrir árið 2030. Evrópusambandið mun leiða alþjóðlegar samningaviðræður í þeim tilgangi að auka loftslagsmetnað fleiri stórra hagkerfa fyrir 2021. Þessi aukni metnaður kallar á umfangsmikla fjármögnun. Almannafé nægir ekki til. Von der Leyen leggur til Fjárfestingaáætlun sjálfbærrar Evrópu, og að breyta hluta af Fjárfestingarbanka Evrópu í Loftslagsbanka. Það myndi losa um 1 trilljón evra af fjárfestingum næstu tíu árin. Hún mun þar að auki kynna til sögunnar sérstakan landamæra-kolefnisskatt til að koma í veg fyrir að fyrirtæki feli mengun sína með því að flytja hana til landa utan Evrópusambandsins. Evrópa hefur þörf fyrir sterkan efnahag sem þjónar fólkinu. Lítil fyrirtæki munu eflast vegna aukins aðgengis að fjármagni á innri markaði Evrópusambandsins. Í velferðar-markaðshagkerfi Evrópusambandsins verður markaðurinn að mæta hinu félagslega og tryggja að við missum ekki sjónar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.Velferð og sanngirni „Félagsleg Evrópa“ verður að standa undir nafni: Tryggja sanngjörn laun fyrir alla; nýtt Atvinnuleysisbótakerfi Evrópu; stóraukið fjármagn til Erasmus+; tryggja að börn hafi aðgang að grundvallar-réttindum eins og heilsugæslu og menntun. Þar að auki mun von der Leyen þrýsta á um herferð gegn kynbundnu ofbeldi. Von der Leyen lagði áherslu á að hún muni standa fyrir sanngjarnri skattlagningu, svo tæknirisarnir greiði í samræmi við gróða sinn í Evrópu. Þar sem sótt er að grunngildum Evrópusambandsins, heitir nýi forsetinn því að beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að ríki þess virði lög og reglu. Í innflytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomulagi um fólksflutninga og hælisleitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksflutningum, berjast gegn smyglurum og mansali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu flóttamanna. Hún stefnir að því að flýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunnar. Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði.Lýðræði og samráð Til að auka lögmæti evrópsks lýðræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess. Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár. Undanfarna áratugi hefur Evrópusambandið stækkað, þroskast og eflst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí. Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheiminum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun