Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 18:41 Javid fjármálaráðherra hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. Vísir/EPA Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent