Íslendingum bjargað úr sjávarháska við Hawaii Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 09:44 Red Sand Beach er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mynd/Google Maps. Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku. Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku.
Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira