Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 22:25 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á fundi leiðtoga í Norður-Atlantshafi um öryggis- og varnarmál. Mette Frederiksen Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira