Freistnivandi sjávarútvegsins Arnar Atlason skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Spurningaleikur í 4 liðum (svörin við spurningunum má finna hér neðst). 1. Má sá sem kaupir afla af sjálfum sér ákvarða vigt aflans? 2. Má sá sem kaupir afla af öðrum ákvarða vigt aflans? 3. Þegar upp kemst um ólöglegt brottkast, hverjum er þá refsað? 4. Er hugsanlegt að 2-5 aðilar gætu eignast allar veiðiheimildir á Íslandi eða að einn aðili eigi nú þegar 20-30% kvótans? Þessar spurningar byggja á nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda sem unnin var að beiðni Alþingis. Helstu niðurstöður hennar má finna í meðfylgjandi samantekt: „Á grundvelli þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun aflaði við gerð úttektarinnar er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Ríkisendurskoðandi leggur til að gerðar verði skýrar kröfur um aðstöðu til vigtunar og eftirlit hafnaryfirvalda. Kanna þarf hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu og fjölga yfirstöðum eftirlitsmanna hjá vigtunarleyfishöfum. Eftirlit með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Hvorki liggja fyrir skýr árangursmarkmið né árangursmælingar. Ríkisendurskoðandi mælist til að kannað verði hvort auka megi samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með brottkasti. Þá þurfi að auka viðveru eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum og horfa til tækninýjunga við eftirlit. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ráðast þarf í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna hvað snýr að ákvæðum um bæði yfirráð og tengsl aðila svo tryggja megi markvisst eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Ríkisendurskoðandi vekur athygli á mikilvægi þess að Fiskistofa hafi nauðsynleg úrræði og aðföng til að sinna eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti með tilætluðum fælingar- og varnaðaráhrifum. Skilgreina þarf skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að þeim verði náð.“ 1. Kaupandi fiskafla sem jafnframt er útgerðarmaður getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum við sjálfan sig. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 2. Kaupandi fiskafla getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 3. Hefðbundin refsing við brottkasti er veiðileyfissvipting í tiltekinn tíma, í sumum tilfellum hlýtur skipstjóri og/eða útgerð jafnframt sekt. Í engum tilfellum eru veiðiheimildir gerðar upptækar og því flyst tekjuöflun útgerðar einungis til en fellur ekki niður. 4. Í lögum um stjórn fiskveiða er tilgreint hámark sem hver útgerð má eiga af aflaheimildum tegunda. Ríkisendurskoðun bendir á að ekkert eftirlit sé með eignarhaldi í gegnum dóttur- og systurfélög. Því er ekki hægt að fullyrða hvort einhver aðili eigi orðið 20-30% veiðiheimilda á þann hátt.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), framkvæmdastjóri Tor ehf. og situr í samráðshópi um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Spurningaleikur í 4 liðum (svörin við spurningunum má finna hér neðst). 1. Má sá sem kaupir afla af sjálfum sér ákvarða vigt aflans? 2. Má sá sem kaupir afla af öðrum ákvarða vigt aflans? 3. Þegar upp kemst um ólöglegt brottkast, hverjum er þá refsað? 4. Er hugsanlegt að 2-5 aðilar gætu eignast allar veiðiheimildir á Íslandi eða að einn aðili eigi nú þegar 20-30% kvótans? Þessar spurningar byggja á nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda sem unnin var að beiðni Alþingis. Helstu niðurstöður hennar má finna í meðfylgjandi samantekt: „Á grundvelli þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun aflaði við gerð úttektarinnar er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Ríkisendurskoðandi leggur til að gerðar verði skýrar kröfur um aðstöðu til vigtunar og eftirlit hafnaryfirvalda. Kanna þarf hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu og fjölga yfirstöðum eftirlitsmanna hjá vigtunarleyfishöfum. Eftirlit með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Hvorki liggja fyrir skýr árangursmarkmið né árangursmælingar. Ríkisendurskoðandi mælist til að kannað verði hvort auka megi samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með brottkasti. Þá þurfi að auka viðveru eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum og horfa til tækninýjunga við eftirlit. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ráðast þarf í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna hvað snýr að ákvæðum um bæði yfirráð og tengsl aðila svo tryggja megi markvisst eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Ríkisendurskoðandi vekur athygli á mikilvægi þess að Fiskistofa hafi nauðsynleg úrræði og aðföng til að sinna eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti með tilætluðum fælingar- og varnaðaráhrifum. Skilgreina þarf skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að þeim verði náð.“ 1. Kaupandi fiskafla sem jafnframt er útgerðarmaður getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum við sjálfan sig. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 2. Kaupandi fiskafla getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 3. Hefðbundin refsing við brottkasti er veiðileyfissvipting í tiltekinn tíma, í sumum tilfellum hlýtur skipstjóri og/eða útgerð jafnframt sekt. Í engum tilfellum eru veiðiheimildir gerðar upptækar og því flyst tekjuöflun útgerðar einungis til en fellur ekki niður. 4. Í lögum um stjórn fiskveiða er tilgreint hámark sem hver útgerð má eiga af aflaheimildum tegunda. Ríkisendurskoðun bendir á að ekkert eftirlit sé með eignarhaldi í gegnum dóttur- og systurfélög. Því er ekki hægt að fullyrða hvort einhver aðili eigi orðið 20-30% veiðiheimilda á þann hátt.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), framkvæmdastjóri Tor ehf. og situr í samráðshópi um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun