Stofnandi Jysk látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:45 Lars Larsen greindist með lifrarkrabbamein fyrr í sumar. EPA/HENNING BAGGER Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar. Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn. Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987. Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela. Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli. Andlát Danmörk Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar. Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn. Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987. Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela. Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli.
Andlát Danmörk Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira