Hlutabréf General Electric hríðféllu eftir ásakanir um gríðarleg fjársvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 23:21 Harry Markopolos kom auga á sviksamlegt athæfi Bernie Maddoff. Vísir/Getty Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira