Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. ágúst 2019 14:29 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. Forstöðumaður hagfræðideilda Landsbankans segir þetta afar sjaldgæft en þetta hafi komið áður fyrir í Danmörku. Ástæðan sé veikur hagvöxtur á evrusvæðinu. Hann telur að vextir haldi áfram að lækka hér á landi. Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum þá er boðið upp á fasta vexti til tíu ára. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að þetta hafi áður komið upp í Danmörku en sé afar sjaldgæft. „Þetta tengist því að danski íbúðamarkaðurinn er mjög nátengdur skuldabréfamörkuðum þar í landi.” „Og nú þegar stýrivexti eru neikvæðir og ávöxtunarkrafa á ríkispappírum nálgast núll þá fylgja þessir íbúðaskuldabréfapakkar oft og þá getur þetta gerst tímabundið,“ bætir Daníel við.Ólíklegt að slík lánakjör bjóðist hér á landi Stýrivextir í Danmörku eru í kringum -0,6 prósent. „Ástæðan fyrir því er að mjög veikur hagvöxtur á evrusvæðinu og danska krónan er í fastgengi gagnvart evrunni þannig að Danmörk hefur fylgt stýrivaxtaákvörðun evrópska Seðlabankans,“ segir Daníel. „Þetta er tilraun Seðlabankans til að örva hagkerfið og koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað.“ Hann segir afar ólíklegt að danskur banki gæti boðið upp á slík lánakjör hér á landi. „Kjörin hér á Íslandi taka mið af lánskjörum ríkissjóðs og meðan að vextir á ríkisskuldabréfum eru jákvæðir og mun hærri en í Danmörku er það afar ólíklegt.“ Daníel Svavarsson telur hins vegar að vextir hér á landi haldi áfram að lækka. Danmörk Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. 15. ágúst 2019 07:25 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. Forstöðumaður hagfræðideilda Landsbankans segir þetta afar sjaldgæft en þetta hafi komið áður fyrir í Danmörku. Ástæðan sé veikur hagvöxtur á evrusvæðinu. Hann telur að vextir haldi áfram að lækka hér á landi. Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum þá er boðið upp á fasta vexti til tíu ára. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að þetta hafi áður komið upp í Danmörku en sé afar sjaldgæft. „Þetta tengist því að danski íbúðamarkaðurinn er mjög nátengdur skuldabréfamörkuðum þar í landi.” „Og nú þegar stýrivexti eru neikvæðir og ávöxtunarkrafa á ríkispappírum nálgast núll þá fylgja þessir íbúðaskuldabréfapakkar oft og þá getur þetta gerst tímabundið,“ bætir Daníel við.Ólíklegt að slík lánakjör bjóðist hér á landi Stýrivextir í Danmörku eru í kringum -0,6 prósent. „Ástæðan fyrir því er að mjög veikur hagvöxtur á evrusvæðinu og danska krónan er í fastgengi gagnvart evrunni þannig að Danmörk hefur fylgt stýrivaxtaákvörðun evrópska Seðlabankans,“ segir Daníel. „Þetta er tilraun Seðlabankans til að örva hagkerfið og koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað.“ Hann segir afar ólíklegt að danskur banki gæti boðið upp á slík lánakjör hér á landi. „Kjörin hér á Íslandi taka mið af lánskjörum ríkissjóðs og meðan að vextir á ríkisskuldabréfum eru jákvæðir og mun hærri en í Danmörku er það afar ólíklegt.“ Daníel Svavarsson telur hins vegar að vextir hér á landi haldi áfram að lækka.
Danmörk Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. 15. ágúst 2019 07:25 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. 15. ágúst 2019 07:25