Innlent

Flestar bókanir koma í gegnum eigið kerfi

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Styrmir Þór Bragason forstjóri Arctic Adventures.
Styrmir Þór Bragason forstjóri Arctic Adventures. Fréttablaðið/Stefán.
Ekki eru allir ferðaþjónustuaðilar ofurseldir bókunarfyrirtækjum á borð við Booking og Expedia. Í lok árs 2016 ákváðu forsvarsmenn Arctic Adventures að setja fjármagn í eigin sölukerfi og markaðssetningu. Í dag fara 78 prósent bókana í gegnum það.

„Þetta er ekkert sem gerist á einni nóttu en árangurinn hefur verið að aukast jafnt og þétt,“ segir Styrmir Þór Bragason forstjóri Arctic Adventures. Fyrirtækið ákvað að fjárfesta í heimasíðum og markaðssetningu á netinu. Þeirra eigin markaðsdeild hefur séð um að koma kerfinu á laggirnar með aðstoð erlendra ráðgjafa.

„Við viljum eiga sem stærstan hluta af virðiskeðjunni. Við búum til ferðina, framkvæmum og seljum hana.“




Tengdar fréttir

Hótelstjórum stillt upp við vegg

Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals.

Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi

Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×