Fjárfestar svartsýnir eftir forkosningar í Argentínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2019 08:30 Mauricio Macri gekk ekki vel í forkosningunum þar sem hann hlaut aðeins 32 prósent atkvæða. Nordicphotos/AFP Mauricio Macri, forseti Argentínu, hét því í fyrrinótt að hann myndi vinna Argentínumenn aftur á sitt band áður en forsetakosningar fara fram í landinu í október næstkomandi. Markaðir í landinu hafa tekið afar skarpa dýfu í vikunni eftir að Macri tapaði óvænt forkosningum með miklum mun. Forkosningarnar, hugsaðar til þess að útiloka frambjóðendur með lítið sem ekkert fylgi frá forsetakosningunum, gefa vísbendingar um hver sigurvegari forsetakosninganna verður. Macri fékk um 32 prósent atkvæða en perónistinn Alberto Fernández, forsetaefni vinstriflokksins UCD, fékk tæp 48 prósent atkvæða. Höggið á mörkuðum var mikið. Virði hlutabréfa í kauphöllinni í Buenos Aires hefur lækkað um nærri helming frá því á kjördag og þá hefur gengi argentínska pesósins sömuleiðis fallið töluvert gagnvart Bandaríkjadal. „Við munum sjá þetta smita út frá sér að einhverju leyti. En við skulum ekki láta hlaupa með okkur í gönur,“ sagði Andrea Ianelli, fjárfestingarstjóri hjá Fidelity International, við bandaríska miðilinn CNBC um málið í gær. Það var einkum reiði vegna efnahagsmála sem olli tapi Macris, samkvæmt stjórnmálaskýrendum. Niðurskurðaraðgerðir hans í efnahagskreppunni sem ríður yfir Argentínu og mikil verðbólga hafa fært þjóðina aftur til vinstri og á því græða Fernández og varaforsetaefni hans, fyrrverandi forsetinn Cristina de Kirchner. Samkvæmt Financial Times óttast fjárfestar að með kjöri Fernández myndi Kirchner í raun komast aftur til valda. Í stjórnartíð hennar varð Argentína, samkvæmt blaðamanni viðskiptaritsins, ósnertanleg í augum alþjóðlegra fjárfesta vegna tíðra afskipta stjórnvalda af einkageiranum. Þá hefur Fernández sjálfur sagst ætla að hætta að greiða af vöxtum skulda sem hvíla á seðlabankanum. Þykir það sömuleiðis áhyggjuefni fyrir fjárfesta, samkvæmt Financial Times. Kirchner á sömuleiðis fjölda hneykslismála að baki. Hún hefur verið ákærð fyrir meintan þátt sinn í ellefu spillingarmálum í gegnum tíðina en ekki verið sakfelld til þessa. Í embætti beitti hún sér í stórum jafnréttisbaráttu- og mannréttindamálum. Til að mynda var samkynja pörum leyft að giftast í forsetatíð hennar og ein ítarlegasta löggjöf heims um réttindi trans fólks var samþykkt. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mauricio Macri, forseti Argentínu, hét því í fyrrinótt að hann myndi vinna Argentínumenn aftur á sitt band áður en forsetakosningar fara fram í landinu í október næstkomandi. Markaðir í landinu hafa tekið afar skarpa dýfu í vikunni eftir að Macri tapaði óvænt forkosningum með miklum mun. Forkosningarnar, hugsaðar til þess að útiloka frambjóðendur með lítið sem ekkert fylgi frá forsetakosningunum, gefa vísbendingar um hver sigurvegari forsetakosninganna verður. Macri fékk um 32 prósent atkvæða en perónistinn Alberto Fernández, forsetaefni vinstriflokksins UCD, fékk tæp 48 prósent atkvæða. Höggið á mörkuðum var mikið. Virði hlutabréfa í kauphöllinni í Buenos Aires hefur lækkað um nærri helming frá því á kjördag og þá hefur gengi argentínska pesósins sömuleiðis fallið töluvert gagnvart Bandaríkjadal. „Við munum sjá þetta smita út frá sér að einhverju leyti. En við skulum ekki láta hlaupa með okkur í gönur,“ sagði Andrea Ianelli, fjárfestingarstjóri hjá Fidelity International, við bandaríska miðilinn CNBC um málið í gær. Það var einkum reiði vegna efnahagsmála sem olli tapi Macris, samkvæmt stjórnmálaskýrendum. Niðurskurðaraðgerðir hans í efnahagskreppunni sem ríður yfir Argentínu og mikil verðbólga hafa fært þjóðina aftur til vinstri og á því græða Fernández og varaforsetaefni hans, fyrrverandi forsetinn Cristina de Kirchner. Samkvæmt Financial Times óttast fjárfestar að með kjöri Fernández myndi Kirchner í raun komast aftur til valda. Í stjórnartíð hennar varð Argentína, samkvæmt blaðamanni viðskiptaritsins, ósnertanleg í augum alþjóðlegra fjárfesta vegna tíðra afskipta stjórnvalda af einkageiranum. Þá hefur Fernández sjálfur sagst ætla að hætta að greiða af vöxtum skulda sem hvíla á seðlabankanum. Þykir það sömuleiðis áhyggjuefni fyrir fjárfesta, samkvæmt Financial Times. Kirchner á sömuleiðis fjölda hneykslismála að baki. Hún hefur verið ákærð fyrir meintan þátt sinn í ellefu spillingarmálum í gegnum tíðina en ekki verið sakfelld til þessa. Í embætti beitti hún sér í stórum jafnréttisbaráttu- og mannréttindamálum. Til að mynda var samkynja pörum leyft að giftast í forsetatíð hennar og ein ítarlegasta löggjöf heims um réttindi trans fólks var samþykkt.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira