Pólitísk dauðafæri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun