Norwegian Air leggur niður flugleiðir yfir Atlantshafið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Ein af vélum Norwegian á leið til lendingar. Getty/Simon Dawson Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Áætlunarflugið verður lagt niður í september en hins vegar verða engar breytingar á þeim 46 flugleiðum sem Dreamliner-vélar félagsins hafa flogið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norwegian birti í gær. „Frá því í mars höfum við leitast við að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega með því að leigja vélar til að fljúga milli Írlands og Norður-Ameríku. Hins vegar, vegna óvissunnar um hvenær MAX-vélarnar geta flogið á ný, er þessi lausn ósjálfbær,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem flugfélagið er að færa sig úr vexti yfir í arðbærni höfum við gert ýtarlegt mat á flugleiðunum yfir Atlantshafið og komist að þeirri niðurstöðu að þær standi ekki undir sér.“ Þegar MAX-vélarnar voru kyrrsettar voru 18 farþegaþotur af slíkri gerð í flota Norwegian og hlutfallið af heildarflotanum um 10 prósent. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Íslenska flugfélagið var með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Áætlunarflugið verður lagt niður í september en hins vegar verða engar breytingar á þeim 46 flugleiðum sem Dreamliner-vélar félagsins hafa flogið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norwegian birti í gær. „Frá því í mars höfum við leitast við að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega með því að leigja vélar til að fljúga milli Írlands og Norður-Ameríku. Hins vegar, vegna óvissunnar um hvenær MAX-vélarnar geta flogið á ný, er þessi lausn ósjálfbær,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem flugfélagið er að færa sig úr vexti yfir í arðbærni höfum við gert ýtarlegt mat á flugleiðunum yfir Atlantshafið og komist að þeirri niðurstöðu að þær standi ekki undir sér.“ Þegar MAX-vélarnar voru kyrrsettar voru 18 farþegaþotur af slíkri gerð í flota Norwegian og hlutfallið af heildarflotanum um 10 prósent. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Íslenska flugfélagið var með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26
Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16
Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21