Matvælaöryggi er ekki hlægilegt Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2019 07:18 Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun