CNN fjallar um sakbitna sælu höfuðborgarbúa og sumarhitann á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2019 13:50 Miðbærinn hefur iðað af lífi í sólinni. Vísir/Vilhelm Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06
Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30
Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00