Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-2 Selfoss | Selfoss í kjörstöðu í baráttunni um 3.sætið Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. ágúst 2019 18:45 Selfossstelpur náðu í mikilvæg þrjú stig á Akureyri í dag Vísir/Daníel Þór/KA fékk Selfoss í heimsókn í 15.umferð Pepsi-Max deildar kvenna á Þórsvöll í dag. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um 3.sæti deildarinnar sem þessi lið eru að keppast um í Íslandsmóti þar sem Breiðablik og Valur hafa eignað sér baráttuna um Íslandsmeistaratitil. Heimakonur byrjuðu leikinn betur og það tók gestina nokkrar mínútur að koma sér í gang en bæði lið fengu góð færi í fyrri hálfleik. Hulda Ósk Jónsdóttir fékk frábært færi á 21.mínútu leiksins en afgreiðsla hennar slök og auðvelt fyrir Kelsey Wys í marki Selfoss að verja í horn. Skömmu áður hefði Allison Murphy getað komið Selfoss í forystu eftir gott spil en skot hennar hafnaði í stönginni. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar upp úr engu eftir hálftíma leik. Boltanum var þá þrýst hátt í loft upp inn á vítateig Þórs/KA þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir náði ekki að skalla boltann í burtu og Grace Rapp var fyrst að átta sig í teignum til að koma boltanum fram hjá Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í marki Þórs/KA. Í kjölfarið lögðust Selfosskonur aftar á völlinn og á 40.mínútu fékk Sandra Mayor algjört dauðafæri. Hún fékk fullt af tíma til að athafna sig á teig gestanna eftir gott spil upp vinstri kantinn en afreiðsla mexíkóska markahróksins vægast sagt léleg og framhjá markinu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks náðu Selfyssingar frábærri skyndisókn sem Magdalena Anna Reimus batt endahnútinn á eftir góðan samleik við Allison Murphy. Gestirnir því með 0-2 forystu í leikhléið eftir galopinn fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var töluvert bragðdaufari en sá fyrri. Þór/KA var meira með boltann en sóknarleikur liðsins máttlaus og í þau skipti sem liðið komst í álitlegar stöður í vítateig Selfoss var færanýtingin afleit. Sandra Mayor gaf aðdáendum Þór/KA þó von fyrir lokamínúturnar þegar hún skoraði á 74.mínútu eftir frábæra sendingu Láru Kristínar Pedersen. Það virtist þó ekki færa Þór/KA neinn aukakraft því marki Selfoss var ekki ógnað eftir það og lokatölur 1-2 fyrir Selfossi. Afhverju vann Selfoss? Selfosskonur voru betri á flestum, ef ekki öllum, sviðum leiksins í dag og sigurinn algjörlega verðskuldaður. Þrátt fyrir að vera minna með boltann heilt yfir í leiknum voru sóknir þeirra mun betur útfærðar en hjá heimakonum.Bestu menn vallarins Magdalena Anna Reimus var síógnandi á hægri kantinum hjá Selfossi auk þess að skora gott mark eftir frábæran samleik við Allison Murphy sem átti einnig góðan leik. Sömuleiðis var Grace Rapp öflug.Hvað gekk illa? Spilamennska Þór/KA frá A til Ö. Vonleysi einkenndi spilamennsku heimakvenna og engu líkara en að Norðankonur vilji að þetta vonbrigðatímabil klárist sem allra fyrst. Barátta og leikgleði hafa verið einkenni liðsins á undanförnum árum en hvorugt var til staðar í dag.Hvað er næst? Bæði lið fá góða pásu áður en kemur að 16.umferðinni þar sem Þór/KA heimsækir KR á meðan Selfoss fær Fylki í heimsókn. Þór/KA þarf að treysta á að Selfoss misstígi sig í lokaumferðunum til að ná þriðja sætinu af þeim aftur. Donni gaf ekki kost á viðtaliDonni kvaðst ekki hafa tíma til að koma í viðtal í leikslok en hann mun hætta þjálfun Þórs/KA í haustvísir/ernirHalldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, baðst undan viðtali við Vísi þegar eftir því var leitast í leikslok. Hann yfirgaf leikstað í kjölfarið, um fimm mínútum eftir að leik lauk og gaf því ekki kost á sér í viðtal við aðra fjölmiðla heldur. Andri Hjörvar: Eigum að vinna þetta lið á okkar heimavelli AÍ hans stað kom Andri Hjörvar Albertsson, aðstoðarþjálfari Þórs/KA í viðtal. „Vonbrigði og svekkelsi. Við vissum að við værum að koma inn í erfiðan leik og baráttu um 3.sætið í deildinni ef svo má segja. Við ætluðum okkur að gera meira en við gerðum í dag. Við fengum betri hvíld en þær fyrir þennan leik og eigum með öllu réttu að vinna þetta lið á okkar heimavelli,“ sagði Andri Hjörvar. En fannst honum liðið eiga eitthvað meira skilið út úr leiknum? „Já og nei. Mörkin sem við fáum á okkur eru sjálfsköpuð. Við erum að klikka á einföldum sendingum og erum langt frá mönnum. Selfoss gerði það sem þær gera vel en að sama skapi erum við að skapa vandræðin okkar,“ sagði Andri sem segir liðið staðráðið í að klára mótið með sæmd þó að litlu sé að keppa. „Við ætlum að klára þetta með stæl. Við settum okkur það markmið þegar við sáum að titillinn var úr augsýn að klára þetta með stæl. Við einblínum alltaf bara á næsta leik og að taka þrjú stig,“ sagði Andri að lokum. Alfreð Elías: Erum ekki langt á eftir Val og BreiðablikAlfreð Elías Jóhannssonvísir„Ótrúlega ánægður með þessi þrjú stig. Ég hef aldrei unnið Þór/KA svo ég er ótrúlega ánægður að ná því í dag. Ég er ánægður með vinnusemina og þær sem komu inn í liðið. Við erum búnar að vera heldur betur laskaðar eftir bikarævintýrið okkar svo þetta sýnir að við eigum nóg af mannskap sem geta komið inn og barist fyrir liðið,“ sagði hæstánægður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í leikslok. Hann kveðst feginn að lið sitt fái smá hvíld eftir mikið álag að undanförnu og viðurkennir að hafa greint þreytumerki á sínu liði í dag þrátt fyrir sigurinn. „Seinni hálfleikurinn var þungur hjá báðum liðum og það sást á mínu liðið að við erum búnir að spila 3 leiki á 8 dögum auk bikarhamingju. Frábær sigur.“ Selfoss stendur nú vel að vígi í baráttunni um 3.sæti. „Við ætlum að ná 3.sætinu og þetta er gott skref til þess. Nú eigum við þrjá erfiða leiki eftir en fáum sem betur fer góða hvíld fyrir það,“ Selfoss stendur nú vel að vígi í baráttunni um 3.sæti og stefnir allt í að þær muni ná bronsi í deild til að bæta við gullverðlaun í bikar. Er ekki hægt að tala um þetta sem fullkomið tímabil hjá Selfossi? „Nei við hefðum viljað vinna báða titlana. Við erum þannig. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum kannski aðeins á eftir Breiðablik og Val en við erum ekkert mikið á eftir þeim,“ sagði Alfreð kokhraustur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA fékk Selfoss í heimsókn í 15.umferð Pepsi-Max deildar kvenna á Þórsvöll í dag. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um 3.sæti deildarinnar sem þessi lið eru að keppast um í Íslandsmóti þar sem Breiðablik og Valur hafa eignað sér baráttuna um Íslandsmeistaratitil. Heimakonur byrjuðu leikinn betur og það tók gestina nokkrar mínútur að koma sér í gang en bæði lið fengu góð færi í fyrri hálfleik. Hulda Ósk Jónsdóttir fékk frábært færi á 21.mínútu leiksins en afgreiðsla hennar slök og auðvelt fyrir Kelsey Wys í marki Selfoss að verja í horn. Skömmu áður hefði Allison Murphy getað komið Selfoss í forystu eftir gott spil en skot hennar hafnaði í stönginni. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar upp úr engu eftir hálftíma leik. Boltanum var þá þrýst hátt í loft upp inn á vítateig Þórs/KA þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir náði ekki að skalla boltann í burtu og Grace Rapp var fyrst að átta sig í teignum til að koma boltanum fram hjá Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í marki Þórs/KA. Í kjölfarið lögðust Selfosskonur aftar á völlinn og á 40.mínútu fékk Sandra Mayor algjört dauðafæri. Hún fékk fullt af tíma til að athafna sig á teig gestanna eftir gott spil upp vinstri kantinn en afreiðsla mexíkóska markahróksins vægast sagt léleg og framhjá markinu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks náðu Selfyssingar frábærri skyndisókn sem Magdalena Anna Reimus batt endahnútinn á eftir góðan samleik við Allison Murphy. Gestirnir því með 0-2 forystu í leikhléið eftir galopinn fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var töluvert bragðdaufari en sá fyrri. Þór/KA var meira með boltann en sóknarleikur liðsins máttlaus og í þau skipti sem liðið komst í álitlegar stöður í vítateig Selfoss var færanýtingin afleit. Sandra Mayor gaf aðdáendum Þór/KA þó von fyrir lokamínúturnar þegar hún skoraði á 74.mínútu eftir frábæra sendingu Láru Kristínar Pedersen. Það virtist þó ekki færa Þór/KA neinn aukakraft því marki Selfoss var ekki ógnað eftir það og lokatölur 1-2 fyrir Selfossi. Afhverju vann Selfoss? Selfosskonur voru betri á flestum, ef ekki öllum, sviðum leiksins í dag og sigurinn algjörlega verðskuldaður. Þrátt fyrir að vera minna með boltann heilt yfir í leiknum voru sóknir þeirra mun betur útfærðar en hjá heimakonum.Bestu menn vallarins Magdalena Anna Reimus var síógnandi á hægri kantinum hjá Selfossi auk þess að skora gott mark eftir frábæran samleik við Allison Murphy sem átti einnig góðan leik. Sömuleiðis var Grace Rapp öflug.Hvað gekk illa? Spilamennska Þór/KA frá A til Ö. Vonleysi einkenndi spilamennsku heimakvenna og engu líkara en að Norðankonur vilji að þetta vonbrigðatímabil klárist sem allra fyrst. Barátta og leikgleði hafa verið einkenni liðsins á undanförnum árum en hvorugt var til staðar í dag.Hvað er næst? Bæði lið fá góða pásu áður en kemur að 16.umferðinni þar sem Þór/KA heimsækir KR á meðan Selfoss fær Fylki í heimsókn. Þór/KA þarf að treysta á að Selfoss misstígi sig í lokaumferðunum til að ná þriðja sætinu af þeim aftur. Donni gaf ekki kost á viðtaliDonni kvaðst ekki hafa tíma til að koma í viðtal í leikslok en hann mun hætta þjálfun Þórs/KA í haustvísir/ernirHalldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, baðst undan viðtali við Vísi þegar eftir því var leitast í leikslok. Hann yfirgaf leikstað í kjölfarið, um fimm mínútum eftir að leik lauk og gaf því ekki kost á sér í viðtal við aðra fjölmiðla heldur. Andri Hjörvar: Eigum að vinna þetta lið á okkar heimavelli AÍ hans stað kom Andri Hjörvar Albertsson, aðstoðarþjálfari Þórs/KA í viðtal. „Vonbrigði og svekkelsi. Við vissum að við værum að koma inn í erfiðan leik og baráttu um 3.sætið í deildinni ef svo má segja. Við ætluðum okkur að gera meira en við gerðum í dag. Við fengum betri hvíld en þær fyrir þennan leik og eigum með öllu réttu að vinna þetta lið á okkar heimavelli,“ sagði Andri Hjörvar. En fannst honum liðið eiga eitthvað meira skilið út úr leiknum? „Já og nei. Mörkin sem við fáum á okkur eru sjálfsköpuð. Við erum að klikka á einföldum sendingum og erum langt frá mönnum. Selfoss gerði það sem þær gera vel en að sama skapi erum við að skapa vandræðin okkar,“ sagði Andri sem segir liðið staðráðið í að klára mótið með sæmd þó að litlu sé að keppa. „Við ætlum að klára þetta með stæl. Við settum okkur það markmið þegar við sáum að titillinn var úr augsýn að klára þetta með stæl. Við einblínum alltaf bara á næsta leik og að taka þrjú stig,“ sagði Andri að lokum. Alfreð Elías: Erum ekki langt á eftir Val og BreiðablikAlfreð Elías Jóhannssonvísir„Ótrúlega ánægður með þessi þrjú stig. Ég hef aldrei unnið Þór/KA svo ég er ótrúlega ánægður að ná því í dag. Ég er ánægður með vinnusemina og þær sem komu inn í liðið. Við erum búnar að vera heldur betur laskaðar eftir bikarævintýrið okkar svo þetta sýnir að við eigum nóg af mannskap sem geta komið inn og barist fyrir liðið,“ sagði hæstánægður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í leikslok. Hann kveðst feginn að lið sitt fái smá hvíld eftir mikið álag að undanförnu og viðurkennir að hafa greint þreytumerki á sínu liði í dag þrátt fyrir sigurinn. „Seinni hálfleikurinn var þungur hjá báðum liðum og það sást á mínu liðið að við erum búnir að spila 3 leiki á 8 dögum auk bikarhamingju. Frábær sigur.“ Selfoss stendur nú vel að vígi í baráttunni um 3.sæti. „Við ætlum að ná 3.sætinu og þetta er gott skref til þess. Nú eigum við þrjá erfiða leiki eftir en fáum sem betur fer góða hvíld fyrir það,“ Selfoss stendur nú vel að vígi í baráttunni um 3.sæti og stefnir allt í að þær muni ná bronsi í deild til að bæta við gullverðlaun í bikar. Er ekki hægt að tala um þetta sem fullkomið tímabil hjá Selfossi? „Nei við hefðum viljað vinna báða titlana. Við erum þannig. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum kannski aðeins á eftir Breiðablik og Val en við erum ekkert mikið á eftir þeim,“ sagði Alfreð kokhraustur að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti