Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 11:38 Maðurinn braut á einni konunni í bíl í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. Ákæran á hendur honum er í fimm liðum en brotin er hann sagður hafa framið á árunum 2014 til 2018. Brotin eru margs konar. Mörg kynferðisleg, þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir kvennanna. Þá blekkti hann eina konuna um það hver hann væri og fékk aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá er hann í nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðar upp á tíu milljónir króna samanlagt.Brot í bíl og verslunarmiðstöð Í fyrsta ákæruliðnum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt sér yfirburði gegn og aðstöðumun gagnvart konu sem gat ekki skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar vegna tengsla þeirra. Brotin voru gróf og áttu sér stað árið 2014 í bíl í Heiðmörk, salerni í Holtagörðum og á heimili hennar. Viðurlög við brotunum varða allt að sextán ára fangelsi. Þá á hann að hafa fengið konuna til að taka fé út úr hraðbanka sem hann nýtti til eigin nota. Brotið varðar 253. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.Hótanir á Messenger Í þriðja ákærulið er honum gefin að sök blygðunarsemi með því að hafa á rúmlega tveggja ára tímabili sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þroskaskertrar konu er hann beitti hana blekkingum um það hver hann væri og síðan hvers eðlis samband þeirra væri. Notaði maðurinn samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana og fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir af henni sjálfri, segir í ákæru. Þá er hann ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang í samskiptum sínum við konuna á samskiptaforritinu Messenger árið 2016 hótað að birta opinberlega kynferðislegar myndir sem hún hafði áður sent honum í trúnaði þeirra á milli. Myndirnar sýndu nakin kynfæri hennar og brjóst. Hótanir ákærða voru til þess fallnar að vekja hjá konunni ótta um heilbrigði og velferð sína.Milljóna króna bótakröfur Þá er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í kyrrstæðri bifreið í Reykjavík árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gagnvart tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Jafnframt er hann ákærður fyrir að hafa beitt þroskaskerta konu ólögmætri nauðung og nýtt sér yfirburði og aðstöðumun til að fá hana til kynferðislegra athafna. Konan er sögð ekki hafa getið skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar. Þá er honum sömuleiðis gefin að sök blygðunarsemi gagnvart þriðju konu með því að hafa yfir árs tímabil sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi konunnar þegar hann beitti hanan blekkingum. Lofaði hann konunni peningagreiðslum og hótaði að drepa sig í gegnum samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að fá hana til að senda sér myndir af brjóstum hennar og kynfærum. Einkaréttarkröfur kvennanna eru á bilinu ein til þrjár og hálf milljóna króna en nemur tíu milljónum króna samanlagt. Landsréttur staðfesti í vikunni nálgunarbann og brottvísun af heimili yfir manninum gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Í greinagerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dóttur hennar og nátengdum fjölskyldumeðlimum og heimili þannig að hann hafi raskað friði þeirra. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður mannsins, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað.Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst í fyrra fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. Ákæran á hendur honum er í fimm liðum en brotin er hann sagður hafa framið á árunum 2014 til 2018. Brotin eru margs konar. Mörg kynferðisleg, þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir kvennanna. Þá blekkti hann eina konuna um það hver hann væri og fékk aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá er hann í nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðar upp á tíu milljónir króna samanlagt.Brot í bíl og verslunarmiðstöð Í fyrsta ákæruliðnum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt sér yfirburði gegn og aðstöðumun gagnvart konu sem gat ekki skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar vegna tengsla þeirra. Brotin voru gróf og áttu sér stað árið 2014 í bíl í Heiðmörk, salerni í Holtagörðum og á heimili hennar. Viðurlög við brotunum varða allt að sextán ára fangelsi. Þá á hann að hafa fengið konuna til að taka fé út úr hraðbanka sem hann nýtti til eigin nota. Brotið varðar 253. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.Hótanir á Messenger Í þriðja ákærulið er honum gefin að sök blygðunarsemi með því að hafa á rúmlega tveggja ára tímabili sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þroskaskertrar konu er hann beitti hana blekkingum um það hver hann væri og síðan hvers eðlis samband þeirra væri. Notaði maðurinn samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana og fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir af henni sjálfri, segir í ákæru. Þá er hann ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang í samskiptum sínum við konuna á samskiptaforritinu Messenger árið 2016 hótað að birta opinberlega kynferðislegar myndir sem hún hafði áður sent honum í trúnaði þeirra á milli. Myndirnar sýndu nakin kynfæri hennar og brjóst. Hótanir ákærða voru til þess fallnar að vekja hjá konunni ótta um heilbrigði og velferð sína.Milljóna króna bótakröfur Þá er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í kyrrstæðri bifreið í Reykjavík árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gagnvart tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Jafnframt er hann ákærður fyrir að hafa beitt þroskaskerta konu ólögmætri nauðung og nýtt sér yfirburði og aðstöðumun til að fá hana til kynferðislegra athafna. Konan er sögð ekki hafa getið skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar. Þá er honum sömuleiðis gefin að sök blygðunarsemi gagnvart þriðju konu með því að hafa yfir árs tímabil sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi konunnar þegar hann beitti hanan blekkingum. Lofaði hann konunni peningagreiðslum og hótaði að drepa sig í gegnum samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að fá hana til að senda sér myndir af brjóstum hennar og kynfærum. Einkaréttarkröfur kvennanna eru á bilinu ein til þrjár og hálf milljóna króna en nemur tíu milljónum króna samanlagt. Landsréttur staðfesti í vikunni nálgunarbann og brottvísun af heimili yfir manninum gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Í greinagerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dóttur hennar og nátengdum fjölskyldumeðlimum og heimili þannig að hann hafi raskað friði þeirra. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður mannsins, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað.Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst í fyrra fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira