Ný heilbrigðisstefna –leiðarvísir til framtíðar Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 08:00 Öll viljum við fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta grunnstoðir kerfisins. Heilbrigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveitendur eru margir. Mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr til að tryggja gæði, öryggi og skilvirkni. Það er lögbundið hlutverk heilbrigðisráðherra að marka stefnu í heilbrigðismálum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú í byrjun júní þegar Alþingi samþykkti Heilbrigðisstefnu til 2030. Stefnan var samþykkt mótatkvæðalaust með 45 atkvæðum og er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi eru því mikilvæg tímamót og kærkomin.Fjölbreytt verkefni Verkefni heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar heilbrigðisstefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjónustu við sjúklinga. Um innleiðingu og notkun mælikvarða á gæði og árangur heilbrigðisþjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörfum sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögnunar- og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúklingum að heilbrigðisvandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekkingar. Um leiðsögn og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarðanir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísindastarf, menntun og ótal margt fleira. Aðgerðaáætlun til fimm ára í senn Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi. Innleiðing jafn umfangsmikillar stefnu og heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnubragða þeirra fjölmörgu þjónustuveitenda og hagsmunaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra til ráðuneytisins að samþætta heilbrigðisstefnu inn í stefnu og starfsáætlun hverrar stofnunar. Innleiðing nýrrar heilbrigðisstefnu er hafin en um þessar mundir er verið að kynna stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og nú síðast á Egilsstöðum. Í september verða svo haldnir fundir á höfuðborgarsvæðinu. Á fundunum gefst tækifæri til að kynna stefnuna og ræða við starfsfólk heilbrigðiskerfisins, sveitarfélögin og íbúa hvers umdæmis um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu hratt forstjórar heilbrigðisstofnananna hafa tileinkað sér stefnuna og hversu vel má merkja áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á stefnu og starfsemi heilbrigðisstofnana og annarra lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heilbrigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll. Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heilbrigðiskerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Heilbrigðisstefna til 2030 vísar okkur veginn til þeirrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta grunnstoðir kerfisins. Heilbrigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveitendur eru margir. Mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr til að tryggja gæði, öryggi og skilvirkni. Það er lögbundið hlutverk heilbrigðisráðherra að marka stefnu í heilbrigðismálum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú í byrjun júní þegar Alþingi samþykkti Heilbrigðisstefnu til 2030. Stefnan var samþykkt mótatkvæðalaust með 45 atkvæðum og er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi eru því mikilvæg tímamót og kærkomin.Fjölbreytt verkefni Verkefni heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar heilbrigðisstefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjónustu við sjúklinga. Um innleiðingu og notkun mælikvarða á gæði og árangur heilbrigðisþjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörfum sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögnunar- og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúklingum að heilbrigðisvandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekkingar. Um leiðsögn og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarðanir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísindastarf, menntun og ótal margt fleira. Aðgerðaáætlun til fimm ára í senn Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi. Innleiðing jafn umfangsmikillar stefnu og heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnubragða þeirra fjölmörgu þjónustuveitenda og hagsmunaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra til ráðuneytisins að samþætta heilbrigðisstefnu inn í stefnu og starfsáætlun hverrar stofnunar. Innleiðing nýrrar heilbrigðisstefnu er hafin en um þessar mundir er verið að kynna stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og nú síðast á Egilsstöðum. Í september verða svo haldnir fundir á höfuðborgarsvæðinu. Á fundunum gefst tækifæri til að kynna stefnuna og ræða við starfsfólk heilbrigðiskerfisins, sveitarfélögin og íbúa hvers umdæmis um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu hratt forstjórar heilbrigðisstofnananna hafa tileinkað sér stefnuna og hversu vel má merkja áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á stefnu og starfsemi heilbrigðisstofnana og annarra lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heilbrigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll. Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heilbrigðiskerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Heilbrigðisstefna til 2030 vísar okkur veginn til þeirrar framtíðar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun