Ítarlega hefur verið fjallað um áhuga Trump að kaupa Grænland í heimspressunni. Áætlað var að Trump myndi heimsækja Danmörku í byrjun september en miðað við tíst sem Bandaríkjaforseti birti fyrir miðnætti að íslenskum tíma má ætla að lítið verði af þeirri heimsókn.
Rætt var við leiðtoga Grænlendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem átti fund með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda í Hörpu, og hans skilaboð til Trumps eru skýr:
„Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“
Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að áætlað hafi verið að Donald Trump myndi heimsækja Danmörku og Pólland eftir tvær vikur.
„Danmörk er mjög sérstakt land með mögnuðu fólki, en í ljósi ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, að hún hefði engan áhuga að ræða kaup á Grænlandi, ætla ég að fresta um einhvern tíma fyrirhuguðum fundi okkar sem fara átti fram eftir tvær vikur...“
Í öðru tísti þakkar forsetinn Mette síðan fyrir tíma- og peningasparnað með því að tala hreint út um málið og segist hann hlakka til að hitta hana við annað tækifæri.
Denmark is a very special country with incredible people, but based on Prime Minister Mette Frederiksen's comments, that she would have no interest in discussing the purchase of Greenland, I will be postponing our meeting scheduled in two weeks for another time....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019
....The Prime Minister was able to save a great deal of expense and effort for both the United States and Denmark by being so direct. I thank her for that and look forward to rescheduling sometime in the future!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019