Facebook sviptir hulunni af upplýsingasöfnuninni með nýju viðmóti Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:14 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að svipta hulunni af því hvaða gögnum fyrirtækið safnar um notendur sína.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að Facebook ætli að kynna til leiks valmöguleika á stillingarhluta síðunnar sem mun sýna hvaða forrit og vefsíður senda upplýsingar um notendur til Facebook. Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. Með þessu nýja viðmóti, sem kallast Off-Facebook Activity, gefst notendum tækifæri á að hreinsa vafrasögu sína og að koma í veg fyrir að forrit geti safnað upplýsingum um notendurna. BBC hefur eftir sérfræðingi að hann telji ekki miklar líkur á að þessi breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á hagnað fyrirtækisins til framtíðar. Notendur á Írlandi, í Suður Kóreu og Spáni verða þeir fyrstu sem munu hafa möguleika á að nota þetta nýja viðmót. Þetta útspil Facebook kemur í framhaldi af ákvörðun Apple og Mozilla að koma í veg fyrir að Facebook og aðrar veitur geti fylgst með notendum í gegnum forrit þeirra. Samkeppniseftirlit Þýskalands hafði áður beint því til Facebook að það þyrfti að takmarka verulega hvernig það safnar upplýsingum um notendur sína án upplýsts samþykkis. Facebook safnar gögnum um nethegðun notenda sinna því þeir hafa gefið leyfi fyrir því þegar þeir samþykkja notkunarskilmála fyrirtækisins. Þetta nær einnig til þeirra forrita og vefsíðna þar sem notendur hafa notað Facebook-aðganga sína til að skrá sig inn á þau. Þetta verður þess valdandi að ef notendur skoða skó á netinu, þá sjá þeir mjög líklega skóauglýsingu á Facebook skömmu síðar. Off-Facebook Activity mun gera notendum kleift að skoða ítarlega hvaða upplýsingum forrit og vefsíður safna um þá. Facebook hefur gefið út að farsímaeigendur séu með að meðaltali 80 forrit, eða öpp, í símunum sínum og noti um fjörutíu þeirra í hverjum mánuði. BBC tekur fram að þó svo að notendur frábiðji sér að upplýsingunum sé safnað um þá, þá mun Facebook ennþá gera það nafnlaust. Sem þýðir að það mun fá upplýsingar um fjölda þeirra sem til dæmis leita sér að tilteknum skóm á netinu, en ekki hverjir gerðu það. Facebook Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að svipta hulunni af því hvaða gögnum fyrirtækið safnar um notendur sína.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að Facebook ætli að kynna til leiks valmöguleika á stillingarhluta síðunnar sem mun sýna hvaða forrit og vefsíður senda upplýsingar um notendur til Facebook. Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. Með þessu nýja viðmóti, sem kallast Off-Facebook Activity, gefst notendum tækifæri á að hreinsa vafrasögu sína og að koma í veg fyrir að forrit geti safnað upplýsingum um notendurna. BBC hefur eftir sérfræðingi að hann telji ekki miklar líkur á að þessi breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á hagnað fyrirtækisins til framtíðar. Notendur á Írlandi, í Suður Kóreu og Spáni verða þeir fyrstu sem munu hafa möguleika á að nota þetta nýja viðmót. Þetta útspil Facebook kemur í framhaldi af ákvörðun Apple og Mozilla að koma í veg fyrir að Facebook og aðrar veitur geti fylgst með notendum í gegnum forrit þeirra. Samkeppniseftirlit Þýskalands hafði áður beint því til Facebook að það þyrfti að takmarka verulega hvernig það safnar upplýsingum um notendur sína án upplýsts samþykkis. Facebook safnar gögnum um nethegðun notenda sinna því þeir hafa gefið leyfi fyrir því þegar þeir samþykkja notkunarskilmála fyrirtækisins. Þetta nær einnig til þeirra forrita og vefsíðna þar sem notendur hafa notað Facebook-aðganga sína til að skrá sig inn á þau. Þetta verður þess valdandi að ef notendur skoða skó á netinu, þá sjá þeir mjög líklega skóauglýsingu á Facebook skömmu síðar. Off-Facebook Activity mun gera notendum kleift að skoða ítarlega hvaða upplýsingum forrit og vefsíður safna um þá. Facebook hefur gefið út að farsímaeigendur séu með að meðaltali 80 forrit, eða öpp, í símunum sínum og noti um fjörutíu þeirra í hverjum mánuði. BBC tekur fram að þó svo að notendur frábiðji sér að upplýsingunum sé safnað um þá, þá mun Facebook ennþá gera það nafnlaust. Sem þýðir að það mun fá upplýsingar um fjölda þeirra sem til dæmis leita sér að tilteknum skóm á netinu, en ekki hverjir gerðu það.
Facebook Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00