Rekstur í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Atvinnulífið þrífst ekki án hvata og fyrirtæki dafna ekki án svigrúms til fjárfestinga og hagnaðar. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafn mikilvæg í samhengi hlutanna og þau stóru. Þau skapa 73% af rúmlega 150.000 störfum á almennum vinnumarkaði og greiða 69% af laununum. Háir skattar og íþyngjandi reglur erfiða rekstur þeirra. Flestir greiningaraðilar eru sammála um að veturinn verður rekstraraðilum þungur, þá sérstaklega þeim sem þjónusta ferðamenn. Við höfum nú þegar séð fréttir af veitingastöðum í Reykjavík sem leggja upp laupana í hrönnum, jafnvel staði sem átt hafa fastan stað í borginni í fjölda ára. Vandinn er margþættur. Rekstraraðilar nefna langar kjaraviðræður og miklar launahækkanir. Hækkun á hráefniskostnaði, fækkun ferðamanna, framkvæmdir, slæma upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg, þunga og svifaseina stjórnsýslu og slæmt aðgengi. Íþyngjandi regluverk og flókna skriffinnsku, tafir við að fá rekstrarleyfi. Framkvæmdir sem dragast á langinn leiða til þess að enginn kemst um, hvorki akandi né gangandi, og verulegur skortur er á samráði við rekstraraðila. Ríflega helmingur af verðmæti atvinnuhúsnæðis landsins er í Reykjavík. Þar er álagningarprósenta fasteignaskatts í lögbundnu hámarki. Hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu nemur ríflega 65% frá árinu 2014 til 2019. Fyrirtækin í borginni hafa ekki notið vaxtar í rekstri sínum í líkingu við hækkun fasteignagjalda undanfarin misseri. Fasteignagjöld eru langstærsti útgjaldaliður félaga sem leigja út atvinnuhúsnæði, um 70% af rekstrarkostnaði þeirra. Þessi hækkun á fasteignamati síðustu ára leiðir til hækkunar leiguverðs. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að lækka þá strax á þessu ári. Vandi fyrirtækja í Reykjavík er margþættur en hann steðjar að núna, ekki seinna. Mótvægisaðgerðir þurfa því einnig að eiga sér stað núna. Hið jákvæða er að borgin getur strax brugðist við til að létta undir með þeim. Hægt er að bæta upplýsingagjöf, samráð við rekstraraðila þegar kemur að framkvæmdum, einfalda ferla og lækka skatta. Þetta þarf að ráðast í núna, ekki síðar þegar það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Reykjavík Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Atvinnulífið þrífst ekki án hvata og fyrirtæki dafna ekki án svigrúms til fjárfestinga og hagnaðar. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafn mikilvæg í samhengi hlutanna og þau stóru. Þau skapa 73% af rúmlega 150.000 störfum á almennum vinnumarkaði og greiða 69% af laununum. Háir skattar og íþyngjandi reglur erfiða rekstur þeirra. Flestir greiningaraðilar eru sammála um að veturinn verður rekstraraðilum þungur, þá sérstaklega þeim sem þjónusta ferðamenn. Við höfum nú þegar séð fréttir af veitingastöðum í Reykjavík sem leggja upp laupana í hrönnum, jafnvel staði sem átt hafa fastan stað í borginni í fjölda ára. Vandinn er margþættur. Rekstraraðilar nefna langar kjaraviðræður og miklar launahækkanir. Hækkun á hráefniskostnaði, fækkun ferðamanna, framkvæmdir, slæma upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg, þunga og svifaseina stjórnsýslu og slæmt aðgengi. Íþyngjandi regluverk og flókna skriffinnsku, tafir við að fá rekstrarleyfi. Framkvæmdir sem dragast á langinn leiða til þess að enginn kemst um, hvorki akandi né gangandi, og verulegur skortur er á samráði við rekstraraðila. Ríflega helmingur af verðmæti atvinnuhúsnæðis landsins er í Reykjavík. Þar er álagningarprósenta fasteignaskatts í lögbundnu hámarki. Hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu nemur ríflega 65% frá árinu 2014 til 2019. Fyrirtækin í borginni hafa ekki notið vaxtar í rekstri sínum í líkingu við hækkun fasteignagjalda undanfarin misseri. Fasteignagjöld eru langstærsti útgjaldaliður félaga sem leigja út atvinnuhúsnæði, um 70% af rekstrarkostnaði þeirra. Þessi hækkun á fasteignamati síðustu ára leiðir til hækkunar leiguverðs. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að lækka þá strax á þessu ári. Vandi fyrirtækja í Reykjavík er margþættur en hann steðjar að núna, ekki seinna. Mótvægisaðgerðir þurfa því einnig að eiga sér stað núna. Hið jákvæða er að borgin getur strax brugðist við til að létta undir með þeim. Hægt er að bæta upplýsingagjöf, samráð við rekstraraðila þegar kemur að framkvæmdum, einfalda ferla og lækka skatta. Þetta þarf að ráðast í núna, ekki síðar þegar það er of seint.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar