Stjórnkænska og styrkur Einar Benediktsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun