Handbolti

Átta marka sigur skaut FH áfram í Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarni Ófeigur var markahæstur FH-inga í kvöld
Bjarni Ófeigur var markahæstur FH-inga í kvöld vísir/bára
FH er komið áfram í aðra umferð undankeppni EHF bikarsins í handbolta eftir átta marka stórsigur á Vise frá Belgíu í Kaplakrika í dag.

Fyrri leiknum í Belgíu lauk með jafntefli og því bæði lið í ágætri stöðu.

FH byrjaði leikinn betur og var með yfirhöndina í leiknum í fyrri hálfleik. Gestunum gekk illa að skokra og var staðan í hálfleik 14-8 fyrir FH.

Jafnræði var með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en FH tók áhlaup um miðjan hálfleikinn og kom muninum upp í átta mörk. Gestirnir gerðu sig aldrei líklega til þess að jafna og fór FH með 29-21 sigur.

Einvígið fór samtals 56-48 fyrir FH.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur í liði FH með sjö mörk og Phil Döhler átti stórleik í marki FH með 21 varin skot.

Í næstu umferð mætir FH norska liðinu Arendal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×