Innlent

Kom frá Madríd með 70 pakkningar af kókaíni innvortis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli.
Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm
Erlendur karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 1. september síðastliðinn fyrir að reyna að smygla tæpum 700 grömmum af kókaíni til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Maðurinn var að koma með flugi frá Madríd á Spáni og viðurkenndi fyrir tollgæslu í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar að hann hefði fíkniefni innvortis.

Lögregla handtók manninn og færði á lögreglustöð. Þar skilaði hann af sér samtals 70 pakkningum af kókaíni og sætir nú gæsluvarðhaldi. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×