Handbolti

Álaborg hafði betur í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. vísir/getty
Álaborg hafði betur gegn GOG í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Heimamenn í GOG byrjuðu leikinn betur en nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan jöfn, 14-14 í hálfleik.

GOG var áfram með yfirhöndina í byrjun seinni hálfleiks en þegar hann var hálfnaður tóku ríkjandi meistarar Álaborgar öll völd á leiknum og sneru leiknum úr 23-21 fyrir GOG í 26-31 sér í vil.

Þegar upp var staðið fór Álaborg með 35-30 sigur.

Viktor Gísli Hallgrímsson byrjaði leikinn í marki GOG en náði sér ekki almennilega á strik og var aðeins með 10 prósenta markvörslu. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson eitt.

Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Álaborg en Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahóp í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×