Samfélagsmiðillinn Facebook opnaði í gær stefnumótaþjónustu í Bandaríkjunum. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í kjölfarið um tvö prósent. Hlutabréf í Match Group, eiganda stefnumótaþjónustunnar Tinder, féllu hins vegar um sex prósent.
Samkvæmt upplýsingum frá Facebook munu notendur geta samnýtt Instagram-reikninga sína með Facebook-stefnumótaprófíl.
Þjónustan verður valkvæð fyrir notendur Facebook og mun notkunin ekki sjást á síðu notenda né í fréttaveitu. Þá geta notendur alveg ráðið því sjálfir hverjir eiga möguleika á að sjá stefnumótaprófíl sinn.
Í tilkynningu frá Facebook segir að þjónustan verði komin til Evrópulanda snemma á næsta ári.
Stefnumótaþjónusta á Facebook
Sighvatur Arnmundsson skrifar

Mest lesið

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent

Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður
Neytendur


Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent