Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 11:32 Þúsundir hafa fallið í loftárásum í Jemen. AP/Hani Mohammed Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36
Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51
Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22
Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24